Dóp! Notkun eða misnotkun

Hvað er fíkn? Hvað er ávani? Ánetjun? Dóp? Hvað er áfengi í raun og veru? Kaffi? Kóladrykkir og súkkulaði? Hvernig, hvar, með hverjum, af hverju og hvenær? Dóp! Notkun eða misnotkun er bók sem allir hafa hag af að lesa, hvort heldur þeir eru harðkjarnaneytendur afþreyingarlyfja eða að leggja af stað út í lífið. Þær upplýsingar sem hér eru geta komið í veg fyrir ótímabært dauðsfall vegna neyslu auk þess sem gefin eru ráð til að komast hjá ánetjun fíkniefna.

Bókin er byggð á nýjustu og bestu fáanlegu upplýsingum og hér er fjallað um dópneyslu á hispurslausan og öðruvísi hátt. Leyndardómunum er svift burtu og fjallað um efnafræðina og áhrifin af lyfjunum, hvernig þau eru notuð og hvað ber að varast. Höfundur fer ótroðnar slóðir eins og í Villiarðinum, garðyrkjuhandbók letingjans sem kom út fyrir fimmtán árum.

Umsagnir:

„Framúrskarandi skemmtileg og fróðleg bók! Einstaklega þarft og fordómalaust framtak, sem á erindi við stóran hluta jarðarbúa.“
Bergur Gíslason BA í sálfræði

„Áhugavert rit og mikilvægt að brjóta upp hina einlitu umræðu um ávana- og fíkniefni. Hef rennt yfir ritið og líst vel á – skemmtilegt myndaval.“
Helgi Gunnlaugsson Prófessor HÍ

„Mæli eindregið með að allir lesi bókina. Vel upp sett og skilmerkileg yfirferð um fíkniheiminn. Auðveld og skemmtileg aflestrar, þótt verið sé að fjalla um „flókin efni“ í orðsins dýpstu meiningu.“
Guðmundur Gunnarsson fv. form. RSÍ

„Hrikalega skemmtileg bók“Svava Skúladóttir


Sýnishorn úr Dóp! Notkun eða misnotkun?


Pantaðu þér eintak hér