HJALLADALUR, –síðasta sumarið

HJALLADALUR, –síðasta sumarið lýsir persónulegri upplifun höfundar af landinu á vesturöræfunum sem fórnað var undir uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunnar. Þetta er ljósmyndabók með stuttum myndatextum. Í henni er líka ferðasagan austur og hugleiðingakafli og er óhætt að segja að þar sé fjallað um málin á fremur persónulegan hátt.

HJALLADALUR, –síðasta sumarið, er allt í senn, einlæg bók, falleg og sorgleg.

Hún kom út 8. október 2008 í 100 númeruðum og árituðum eintökum. Fyrstu tvö eintökin fengu Frú Vigdís Finnbogadóttir og Ómar Ragnarsson. HJALLADALUR, –síðasta sumarið er meira en bók, þetta er fjárfesting. Bókin er 160 síður, prentuð stafrænt með sjö lita prentun. Þetta er harðspjaldabók og er kápan lamineruð með mattri filmu sem lökkuð er með glæru lakki að hluta.

Umsagnir:

Hjalladalur, –síðasta sumarið er mikil perla, grafískt verk um horfinn dal. Þar má sjá fallegar myndir af landi og gróðri sem í dag hvílir á botni í Hálslóni. Bókin hefur verið ófáanleg í prentaðri útgáfu, en hún var einungis gefin út í 100 árituðum og tölusettum eintökum árið 2008


Sýnishorn úr HJALLADALUR, –síðasta sumarið


Pantaðu þér eintak hér