Villigarðurinn. Garðyrkjuhandbók letingjans

Kápa upphaflegu prent útgáfunnar.
Kápa nýju útgáfunnar sem finna má á iTunes og hjá Rafhlöðunni og sem er ókeypis

Villigarðurinn. Garðyrkjuhandbók letingjans

Villi­garðurinn kom út fyrir 15 árum og bætir úr brýnni þörf fyrir aðgengilega og tæpi­tungu­lausa bók um vist­væna garð­yrkju. Höfundurinn fer ótroðnar slóðir og er óhræddur við að segja meiningu sína á notkun skor­dýra- og plöntu­lyfja. Hér er ekki verið að fjalla um gjör­gæslu garðsins, heldur hvernig þú getur létt þér störfin. Bók sem segir þér hvernig þú kemur þér upp fallegum og vist­vænum garði með lág­marks vinnu. Villi­garðurinn kennir þér að njóta lífsins í garðinum í stað þess að garð­vinnan sé erfið kvöð.

Villigarðurinn, garðyrkjuhandbók letingjans er skemmtileg bók sem þú hefur ánægju af að lesa, jafnvel þótt þú hafir engan áhuga á garðyrkju.

Umsagnir:

Fyrir nokkrum árum kom út dásamlega skemmtileg bók sem heitir Villigarðurinn. Garðyrkjuhandbók letingjans eftir Þorstein Úlfar Björnsson. Hún er frábær lesning hvort sem fólk aðhyllist svo frjálslegan stíl eða ekki, með mörgum góðum ábendingum um hvernig megi njóta garðsins í sátt við náttúruna með sem minnstri fyrirhöfn.
Vefur Garðheima

„Mér skilst að þetta sé orðin hálfgerð költbók“
Gyrðir Elíasson


Sýnishorn úr Villigarðinum

Sýnishorn úr nýju iPad útgáfunni af Villigarðinum


Pantaðu þér eintak hér